Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. janúar 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Afríkukeppnin: Fílabeinsströndin með sitt annað jafntefli
Fílabeinsströndin er búin að gera jafntefli í báðum sínum leikjum.
Fílabeinsströndin er búin að gera jafntefli í báðum sínum leikjum.
Mynd: Getty Images
Önnur umferð riðlakeppni Afríkukeppninnar 2017, sem fram fer í Gabon, er í fullum gangi, en tveir leikir fóru fram í C-riðli í dag.

Fílabeinsströndin gerði jafntefli gegn Tógó í fyrsta leik sínum og þeir lentu í kröppum dansi gegn Lýðveldinu Kongó í dag.

Kongó-menn komust tvisvar yfir í leiknum, en það reyndist ekki nóg fyrir þá. Wilfried Bony jafnaði fyrst og um miðjan seinni hálfleikinn jafnaði Serey Die og tryggði Fílabeinsströndinni stig.

Í hinum leiknum vann Marokkó 3-1 sigur á Tógó. Þeir töpuðu fyrsta leik sínum gegn Lýðveldinu Kongó og því kærkominn sigur fyrir þá.

Hér að neðan má sjá úrslit dagsins og síðan stöðuna í riðlinum.

C-riðill
Fílabeinsströndin 2 - 2 Lýðveldið Kongó
0-1 Neeskens Kebano ('9 )
1-1 Wilfried Bony ('26 )
1-2 Junior Kabananga ('28 )
2-2 Serey Die ('67 )

Marokkó 3 - 1 Tógó
0-1 Mathieu Dossevi ('5 )
1-1 Aziz Bouhaddouz ('14 )
2-1 Romain Saiss ('21 )
3-1 Youssef En-Nesyri ('72 )

Staðan í riðlinum
1. sæti, Lýðveldið Kongó - 4 stig
2. sæti, Marokkó - 3 stig
3. sæti, Fílabeinsströndin - 2 stig
4. sæti, Tógó - 1 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner