Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 20. janúar 2017 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Fram.is 
Afturelding og Fram tefla fram sameiginlegu kvennaliði
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Fram og Afturelding munu tefla fram sameiginlegu kvennaliði í meistaraflokki á næstu leiktíð.

Félögin hafa átt gott samstarf í yngri flokkum kvenna undanfarin ár og var næsta skref að skrá sameiginlegt meistaraflokkslið til leiks.

Félögin gerðu samning sín á milli sem bindur meistaraflokkana saman næstu þrjú keppnistímabil.

Bæði lið lentu um miðja 1. deild kvenna í fyrra, í sitthvorum riðlinum þó. Fram/Afturelding mun því leika í 2. deildinni næsta sumar, en í fyrsta sinn í sögu íslenskrar knattspyrnu eru þrjár deildir í meistaraflokki kvenna.

„Það sem er alveg ljóst er að stefnan er tekin upp á við og við ætlum að spila í 1. deild að ári," stendur í yfirlýsingu frá FRAM.

„Virkilega spennandi verkefni sem við FRAMarar ætlum að leggja okkur alla í á næstu árum."
Athugasemdir
banner
banner
banner