Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 20. janúar 2017 21:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berahino keyptur til Stoke (Staðfest)
Berahino er farinn frá West Brom.
Berahino er farinn frá West Brom.
Mynd: Getty Images
Stoke City hefur fest kaup á sóknarmanninum Saido Berahino fyrir 12 miljónir punda. Þetta var staðfest nú fyrir stuttu.

Fyrr í dag var greint frá því að tilboð Stoke í leikmanninn hafði verið samþykkt og nú er hann genginn í raðir félagsins.

Hinn 23 ára gamli Berahino hefur lengi verið á óskalista Mark Hughes, knattspyrnustjóra Stoke, og nú er Hughes loksins kominn með sinn mann. Berahino skrifaði undir fimm- og hálfs árs samning við Stoke.

„Það er ekkert leyndamál að við höfum verið á eftir Saido í langan tíma og það er vægt að segja að við séum ánægðir með að þetta hafi loksins tekist," Tony Scholes, framkvæmdastjóri Stoke, við heimasíðu félagsins.

Berahino hefur lítið spilað með West Brom á þessu tímabili, en hann þótti ekki vera í standi. Hann hefur ekki spilað leik síðan í september.



Athugasemdir
banner
banner