fös 20. janúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Bjarki Már spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Bjarki Már Elísson.
Bjarki Már Elísson.
Mynd: Getty Images
Chelsea skorar átta mörk um helgina samkvæmt spá Bjarka.
Chelsea skorar átta mörk um helgina samkvæmt spá Bjarka.
Mynd: Getty Images
Aguero skorar tvö gegn Tottenham samkvæmt spánni.
Aguero skorar tvö gegn Tottenham samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Aron Sigurðarson var með sex rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi.

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, spáir í leikina að þessu sinni en hann hefur verið öflugur á HM í Frakklandi undanfarna daga.



Liverpool 4 - 2 Swansea (12:30 á morgun)
Þetta verður auðvelt fyrir Liverpool. Því miður fyrir Gylfa og félaga. Gylfi leggur þó upp eða skorar en það verður of seint. Liverpool kemst í 4-0 og fær svo á sig tvö ömurleg mörk á síðustu 10 mínútunum. Klassískt.

Bournemouth 2 - 0 Watford (15:00 á morgun)
Bournemouth er mjög skemmtilegt lið og vinnur leiðinlegt Watford lið nokkuð þægilega.

Crystal Palace 1 - 1 Everton (15:00 á morgun)
Stóri Sam sækir punkt þarna. Komast væntanlega yfir og fá á sig mark seint. Týpískt fyrir lið í ströggli.

Middlesbrough 0 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Vona að West Ham hali inn stigum á meðan Payet er í fýlu. Þvílíkur pappakassi sem það er. Þegar þú ert með þessi laun þá þegir þú og spilar.

Stoke 0 - 0 Manchester United (15:00 á morgun)
Móri leggur rútunni og sækir sterkt stig í baráttunni um Europa League sæti. Ef Man Utd ætla sér 5.-7. sætið þá bara verða þeir að ná í stig í Stoke.

West Bromwich Albion 2 - 1 Sunderland (15:00 á morgun)
Randón 2 - Defoe 1. Þetta verður fantasy vænn leikur.

Manchester City 2 - 2 Tottenham Hotspur (17:30 á morgun)
Pochettino sækir mikilvægt stig þarna. Bravo fær á sig tvö klaufaleg mörk. Fær mögulega rautt spjald í leiðinni. City kaupir keeper í janúar. Agüero 2 fyrir City, Kane og Alli skora fyrir Spurs.

Southampton 2 - 0 Leicester (12:00 á sunnudag)
Leicester er enn að fagna titlinum sem þeir eiga líka að vera að gera.

Arsenal 1 - 1 (1-0) Burnley (14:15 á sunnudag)
Sigurmarkið kemur seint. Heaton mun gera allt sem hann getur en það verður því miður ekki nóg. Ef Jói Berg byrjar fer þetta 1-1. Jói leggur upp snemma og Arsenal jafnar svo undir lokin. Ef Jói byrjar á bekknum er þetta game over fyrir Burnley.

Chelsea 7 - 0 Hull City (16:30 á sunndag)
Chelsea lokar þessar dollu, því miður.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner