fös 20. janúar 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Guardiola: Gabriel Jesus er að fara að hjálpa okkur
Jesus er klár í slaginn.
Jesus er klár í slaginn.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sagði frá því á blaðamannafundi í dag að Gabriel Jesus, nýr leikmaður liðsins, sé í góðu standi og tilbúinn til þess að spila á morgun.

Manchester City keypti hinn 19 ára gamla Jesus frá Palmeiras síðastliðið sumar á 27 milljónir punda. Hann kláraði hins vegar tímabilið í Brasilíu áður en hann kom til Englands fyrir nokkrum vikum.

Hann er loksins kominn með leikheimild eftir nokkra bið og samkvæmt Guardiola er sá brasilíski tilbúinn til þess að spila gegn Tottenham í stórleik í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

„Hann er í góðu standi og hann er tilbúinn til þess að vera partur af hópnum og liðinu," sagði Guardiola um Jesus.

„Hann er ungur leikmaður, þannig að við getum hugsað um að hann muni leysa öll okkar vandamál, en hann er að fara að hjálpa okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner