Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 20. janúar 2017 16:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Telegraph 
Gylfi á lista yfir 20 bestu miðjumenn ensku úrvalsdeildarinnar
Gylfi hefur verið langbesti maður Swansea á tímabilinu.
Gylfi hefur verið langbesti maður Swansea á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson, landsliðsmaður Íslands, er á lista Telegraph yfir 20 bestu miðjumenn ensku úrvalsdeildarinnar á þessu tímabili.

Gylfi er að spila hjá botnliði Swansea, en þrátt fyrir það er hann í 17. sæti listans. Hann hefur verið langbesti maður liðsins og án hans væri liðið í miklu verri stöðu, svo er ljóst.

„Sigurdsson hefur á köflum haldið Swansea í leikjum og án hans væri liðið í miklu meiri vandræðum en það er nú þegar í," segir í úttekt Telegraph.

„Hann er ekki með besta sendingarhlutfallið, en þú verður að muna að hann spilar fyrir Swansea og hlutfall hans væri að öllum líkindum hærra ef hann væri í betra liði."

Gylfi er á milli Moussa Dembele og Idrissa Gueye á listanum, en í efstu fimm sætunum eru Adam Lallana, N'Golo Kanté, Eden Hazard, Jordan Henderson og Christian Eriksen.

Smelltu hér til að sjá listann í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner