Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. janúar 2017 10:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail 
Köstuðu múrsteini gegnum bílrúðu Payet
Mynd: Getty Images
Brottför Dimitri Payet frá West Ham virðist líklegri með hverjum deginum en Daily Mail greinir frá því í dag að múrsteini hafi verið kastað í gegnum rúðu bifreiðar Frakkans.

Payet hefur ekki verið að spila jafn vel og á síðasta tímabili og er kominn með heimþrá. Honum og fjölskyldu hans líður ekki vel í London og vill kantmaðurinn fara aftur til Frakklands.

West Ham neitaði að selja Payet þegar Frakkinn bað um sölu, og brást hann við með því að fara í verkfall, við litla hrifningu stuðningsmanna Hamranna.

Payet æfir með U23 liði félagsins þessa dagana og segir í grein Daily Mail að hópur af liðsfélögum hans hafi ákveðið að útskúfa honum í kjölfar verkfallsins alræmda.

West Ham hefur þegar hafnað tveimur tilboðum frá Marseille en franska félagið ætlar ekki að gefast upp og er að undirbúa 25 milljón punda boð. Hamrarnir keyptu Payet af Marseille á 11 milljónir fyrir átján mánuðum síðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner