Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. janúar 2017 10:02
Ívan Guðjón Baldursson
Livermore til West Brom (Staðfest)
Jake Livermore hefur gert 6 deildarmörk fyrir Hull og á einn A-landsleik að baki fyrir England.
Jake Livermore hefur gert 6 deildarmörk fyrir Hull og á einn A-landsleik að baki fyrir England.
Mynd: Getty Images
West Bromwich Albion er búið að ganga frá kaupunum á miðjumanninum Jake Livermore.

Livermore er 27 ára gamall og getur spilað bæði í vörn og á miðju. Livermore á 36 úrvalsdeildarleiki að baki fyrir Tottenham og hefur verið lykilmaður hjá Hull undanfarin þrjú ár.

West Brom er talið greiða um 10 milljónir punda fyrir miðjumanninn, en Hull City er í peningavandræðum og er það talin helsta ástæðan fyrir sölunni.

Það kemur sér ekki vel fyrir nýliðana að missa miðjumanninn, en þeir eru í fallsæti, með 16 stig eftir 21 umferð.
Athugasemdir
banner