Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 20. janúar 2017 22:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Matip má spila með Liverpool á morgun
Joel Matip.
Joel Matip.
Mynd: Getty Images
Liverpool hefur fengið góðar fréttir fyrir morgundaginn því varnarmaðurinn Joel Matip hefur fengið leyfi til þess að spila gegn Swansea í ensku úrvalsdeildinni.

Matip missti af leikjum gegn Manchester United og Plymouth, en hann fékk ekki leyfi til þess að taka þátt í þessum leikjum eftir að hafa neitað að spila með Kamerún í Afríkukeppninni.

Matip hætti að spila með landsliði Kamerún árið 2015 og gaf ekki kost á sér í hópinn fyrir Afríkukeppnina. Þetta tók knattspyrnusamband Kamerún ekki vel í.

Liverpool hafði ekki fengið formlega staðfestingu um það hvort Matip mætti spila með liðinu á meðan Afríkukeppnin er í gangi. Af ótta við refsingu frá FIFA þá var Matip ekki með Liverpool í síðustu tveimur leikjum liðsins.

Staðfestingin frá FIFA er komin núna og því er Matip nú löglegur með liðinu. Hann gæti spilað þegar Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Swansea mæta á Anfield í hádeginu á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner