fös 20. janúar 2017 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Memphis gæti snúið aftur til Man Utd í framtíðinni
Memphis Depay er farinn til Frakklands.
Memphis Depay er farinn til Frakklands.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Man Utd, segir að Memphis Depay gæti snúið aftur til félagsins þrátt fyrir að hafa gengið til liðs við Lyon í dag.

Lyon staðfesti kaup á Memphis fyrir það sem gæti farið upp í 21,7 milljónir punda í dag, en sá hollenski fékk ekki mikið af tækifærum hjá Mourinho á þessu tímabili.

Mourinho staðfesti það við fréttamenn í dag að það hefði verið sett klásúla í samning Memphis sem segir að United geti keypt hann aftur fyrir ákveðna upphæð.

„Hann verður mögulega mjög góður leikmaður," sagði Mourinho. „Ég held að þegar Hr. Van Gaal ákvað að kaupa hann, þá hafi hann gert vel. Hann þekkti hann vel frá landsliðinu og vissi um gæði hans."

„Hann var að spila vel í Hollandi, en það er ekki hægt að segja að hollenska deildin sé sú sama. Hann var þó að sýna góða hluti þar."

„Hann náði ekki að sanna sig á þeim 18 mánuðum sem hann var hérna, en hann er mjög ungur, þannig að ég held að það sé mikilvægt fyrir félagið að vera áfram við sjórn. Við vonumst til þess að hann standi sig vel hjá Lyon og af hverju ekki að koma aftur, vegna þess að öllum hér líkar mjög vel við hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner