Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 20. janúar 2017 13:29
Ívan Guðjón Baldursson
Memphis kominn til Lyon (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Memphis Depay er genginn til liðs við Lyon í Frakklandi fyrir um 22 milljónir punda.

Búið er að kynna Memphis formlega sem nýjan leikmann félagsins, en Lyon er í 4. sæti frönsku deildarinnar, 8 stigum frá toppbaráttuliðunum.

Memphis gerði garðinn frægan hjá PSV Eindhoven og var keyptur til Manchester United á 25 milljónir punda fyrir einu og hálfu ári síðan.

Memphis náði aldrei að festa sig í sessi hjá Rauðu djöflunum og tókst aðeins að skora 2 mörk í 33 deildarleikjum, eftir að hafa gert 39 mörk í 90 með PSV og 5 í 27 með hollenska landsliðinu.

Man Utd hefur forkaupsrétt á Memphis í framtíðinni og telur Mourinho að þessi 22 ára gamli kantmaður hafi alla burði til þess að verða heimsklassaleikmaður í framtíðinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner