Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 20. janúar 2017 09:00
Stefnir Stefánsson
Simeone: Ætla ekki að standa í vegi fyrir Griezmann
Endar Griezmann hjá Manchester United?
Endar Griezmann hjá Manchester United?
Mynd: Getty Images
Diego Simeone segist ekki ætla að standa í vegi fyrir Antoine Griezmann vilji hann yfirgefa félagið. En Griezmann hefur verið orðaður við Manchester United eftir að hann gaf í skyn að hann hefði áhuga á því að ganga til liðs við þá fyrir nokkru síðan.

Stjóri Atletico Madrid segist ekki vera hissa á því að þeir sem eiga efni á því að fá Griezmann séu á höttunum eftir þjónustu hans. En United eru sagðir vera reiðubúnir að virkja klásúlu í samningi frakkans sem hljóðar uppá 100 milljónir evra.

Aðspurður að því hvort að Griezmann væri á leið til United sagði Simeone:
„Ég ætla ekki að halda neinum hér sem vill fara, starfið mitt snýst um að gera það sem er klúbbnum fyrir bestu og það er það sem ég ætla að hafa áhyggjur af."

„Griezmann er búinn að vera frábær, hann er farinn að skora mörk aftur. Hann er í frábæru formi og því kemur mér ekki á óvart að þeir sem hafi efni á honum séu á eftir honum."


Griezmann er á samningi hjá Atletico til ársins 2021 en hann varð þriðji í kjörinu á besta knattspyrnumanni heims á eftir Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.
Athugasemdir
banner
banner