Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. janúar 2017 07:30
Stefnir Stefánsson
Vertonghen verður frá í 6 vikur
Áfall fyrir Tottenham
Áfall fyrir Tottenham
Mynd: Getty Images
Jan Vertonghen varnarmaður Tottenham meiddist í leik liðsins gegn West Bromwich Albion um síðustu helgi.

Í fyrstu var talið að varnarmaðurinn sterki yrði frá í allt að 10 vikur en stjóri Tottenham Maurico Pochettino sagði á blaðamannafundi í dag að útlitið sé ekki eins slæmt og á horfðist í fyrstu.

Pochettino reiknar með að vera án Vertonghen næstu 6 vikur. En hann og landi hans Toby Alderweireld hafa myndað sterkt par í hjarta varnarinnar hjá Tottenham það sem af er þessa tímabils.

Ljóst er að Tottenham þurfa að finna lausn á hver eigi að leysa Vertonghen af hólmi í hjarta varnarinnar en líklegt er að Kevin Wimmer muni fylla hans skarð.

Ben Davies hefur einning verið nefndur en það verður þó að teljast ólíklegra þar sem hann er bakvörður að upplagi.
Athugasemdir
banner
banner
banner