Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. janúar 2018 09:00
Elvar Geir Magnússon
Benítez vill fá þrjá til fjóra nýja á næstu dögum
Benítez, stjóri Newcastle.
Benítez, stjóri Newcastle.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez, stjóri Newcastle, segist hafa vitað það fyrir þremur vikum að möguleg eigendaskipti á félaginu myndu ekki ganga í gegn í þessum mánuði.

„Framtíðin sem ég hugsa um er leikurinn gegn Manchester City," sagði Benítez á fréttamannafundi þegar hann var spurður út í sína stöðu.

Hann segir að núverandi eigandi félagsins, Mike Ashley, hafi lofað því að leikmannahópurinn verði styrktur í glugganum.

„Við erum með lista með nokkrum nöfnum sem við viljum landa. Það er búið að segja mér það að stjórnin muni gera sitt besta í að fá leikmennina sem við viljum. Þessar viðræður voru jákvæðar. Nú verðum við bara að fá þessa menn fyrir mánaðamót."

„Það eru þrjár eða fjórar stöður sem ég vil bæta. Úrvalsdeildin er ekki eins og hún var fyrir tveimur árum. Við verðum að geta keppt við félögin sem eru að eyða peningum."

Newcastle mætir toppliði Manchester City klukkan 17:30 í dag en liðið er þremur stigum fyrir ofan fallsæti.

„Í mínum huga er aðalmálið að halda okkur í úrvalsdeildinni. Ef það tekst er framtíðin björt," segir Benítez.
Athugasemdir
banner
banner
banner