Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 20. janúar 2018 08:30
Ingólfur Stefánsson
„Butland einn besti markvörður Evópu"
Mynd: Getty Images
Paul Lambert nýráðinn knattspyrnustjóri Stoke City hefur mikið álit á markmanni liðsins, Jack Butland, og segir hann vera einn besta markvörð Evrópu.

Hann þvertekur einnig fyrir það að leikmaðurinn sé á förum frá félaginu.

Lambert var ráðinn knattspyrnustjóri Stoke eftir að Mark Hughes var rekinn frá félaginu. Hann fylgdist með liðinu tapa 3-0 fyrir Man Utd á mánudag.

„Ég sá hann spila gegn United og mér er sama hvað einhver segir, hann er einn sá besti sem ég hef séð. Hann gat ekkert gert í mörkunum," sagði Lambert um Butland

„Þrátt fyrir ungan aldur er hann klárlega einn af þeim betri, ekki bara á Englandi heldur í allri Evrópu. Á meðan ég er hér mun ég gera allt sem ég get til þess að halda honum."

Butland hefur fengið á sig 43 mörk í 20 leikjum á tímabilinu. Stoke City er í 18. sæti deildarinnar en þeir taka á móti nýliðum Huddersfield í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner