lau 20. janúar 2018 16:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Man City og Newcastle: Hvernig svarar City?
Mynd: Getty Images
Síðasti leikurinn í ensku úrvalsdeildinni í dag er á milli Manchester City og Newcastle á Etihad-vellinum.

Þegar þessi lið mættust fyrir um þremur vikum síðan hafði Manchester City betur naumlega 1-0. Þá skoraði Raheem Sterling sigurmarkið en hann er að sjálfsögðu í byrjunarliði City í dag.

City byrjar með mjög sterkt lið og er David Silva til að mynda í byrjunarliðinu en hann hefur verið að glíma við erfiðleika í einkalífinu eftir að sonur hans fæddist langt fyrir tímann.

Man City tapaði sínum fyrsta leik á tímabilinu í síðustu umferð gegn Liverpool en það verður spennandi að sjá hvernig lærisveinar Guardiola svara því í dag gegn Newcastle sem er í 15. sæti.

Hér að neðan er hægt að skoða byrjunarliðin.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Stones, Otamendi, Zinchenko, David Silva, Fernandinho, Sane, Sterling, De Bruyne, Aguero.
(Varamenn: Bravo, Danilo, Gundogan, Mangala, Bernardo Silva, Adarabioyo, Diaz)

Byrjunarlið Newcastle: Darlow, Dummett, Clark, Lascelles, Manquillo, Murphy, Diame, Atsu, Hayden, Shelvey, Joselu.
(Varamenn: Elliot, Gayle, Ritchie, Perez, Yedlin, Merino, Haidara)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner