lau 20. janúar 2018 17:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Birkir fær hrós frá stuðningsmönnum
Birkir átti prýðis góðan leik.
Birkir átti prýðis góðan leik.
Mynd: Getty Images
Jón Daði og félagar þurftu að sætta sig við tap.
Jón Daði og félagar þurftu að sætta sig við tap.
Mynd: Getty Images
Sunderland er komið af botninum.
Sunderland er komið af botninum.
Mynd: Getty Images
Topplið Wolves tapaði.
Topplið Wolves tapaði.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason átti góðan leik þegar Aston Villa vann 3-1 sigur á Barnsley í Championship-deildinni í dag. Birkir var djúpur á miðjunni og leysti sitt hlutverki með prýði.

Birkir hefur verið orðaður við ítölsk lið í þessum félagaskiptaglugga en hann hefur verið að spila meira með Aston Villa að undanförnu og sem stendur er lítið sem bendir til þess að hann sé á förum.

Stuðningsmenn Villa voru ánægðir með hann í dag eins og sjá má neðst í þessari frétt.

Aston Villa er eftir þennan sigur í þriðja sætinu með 50 stig.

Jón Daði Böðvarsson skoraði bikarþrennu með Reading í vikunni en hann náði ekki alveg að fylgja því á eftir í dag. Hann spilaði allan leikinn þegar Reading tapaði 1-0 á heimavelli gegn Brentford.

Reading er í 18. sæti og er í vandræðum í deildinni.

Sunderland vann sjaldgæfan heimasigur og er komið af botninum, Fulham skoraði sex, Milwall vann ótrúlegan sigur á Leeds og Nottingham Forest lagði topplið Wolves. Hér að neðan er hægt að skoða öll úrslit leikjanna sem búnir eru.

Aston Villa 3 - 1 Barnsley
1-0 Scott Hogan ('5 )
2-0 Scott Hogan ('7 )
2-1 Dimitri Cavare ('11 )
3-1 Conor Hourihane ('19 )

Bolton 1 - 1 Ipswich Town
1-0 Gary Madine ('53 )
1-1 Joe Garner ('83 )

Fulham 6 - 0 Burton Albion
1-0 Rui Fonte ('18 )
2-0 Lucas Piazon ('34 )
3-0 Rui Fonte ('38 )
4-0 Ryan Sessegnon ('72 )
5-0 Ryan Sessegnon ('79 )
6-0 Aboubakar Kamara ('88 )

Leeds 3 - 4 Millwall
0-1 Aiden O'Brien ('18 )
0-2 Lee Gregory ('42 )
1-2 Pierre-Michel Lasogga ('46 )
2-2 Kemar Roofe ('55 )
3-2 Pierre-Michel Lasogga ('62 )
3-3 Tom Elliott ('87)
3-4 Jed Wallace ('90)
Rautt spjald: Liam Cooper, Leeds ('37)

Norwich 1 - 2 Sheffield Utd
0-1 James Wilson ('6 )
0-2 Clayton Donaldson ('68)
1-2 Ivo Pinto ('70)

Preston NE 1 - 1 Birmingham
1-0 Ben Davies ('17 )
1-1 Sam Gallagher ('63)

QPR 0 - 3 Middlesbrough
0-1 Daniel Ayala ('24 )
0-2 George Friend ('34 )
0-3 Adama Traore ('85)

Reading 0 - 1 Brentford
0-1 Lasse Vibe ('74)

Sunderland 1 - 0 Hull City
1-0 Joel Asoro ('20 )

Wolves 0 - 2 Nott. Forest
0-1 Kieran Dowell ('40 )
0-2 Ben Osborn ('43 )












Athugasemdir
banner
banner
banner