Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. janúar 2018 18:33
Elvar Geir Magnússon
Enginn fékk hærri einkunn en Birkir
Birkir átti þrusuflottan leik í dag.
Birkir átti þrusuflottan leik í dag.
Mynd: Getty Images
Birkir Bjarnason fékk sjaldgæfan byrjunarliðsleik í dag og stóð sig afar vel í 3-1 sigri Aston Villa á Barnsley. Íslenski landsliðsmaðurinn lék á miðri miðjunni og fær góða dóma.

Birkir fær 8 í einkunn hjá Birmingham Mail og fær enginn leikmaður hærri einkunn. Jack Grealish og Scott Hogan, sem skoraði tvö mörk, fá einnig 8.

Í umsögn Birmingham Mail segir að Birkir hafi leikið afar vel sem djúpur miðjumaður, skilað hlutverkinu fullkomlega og gert hlutina einfalt.

Birkir hefur mikið vermt varamannabekkinn á tímabilinu og gengið erfiðlega að fá mínútur. Hann hefur verið orðaður við endurkomu til Ítalíu í janúarglugganum en SPAL og Parma eru meðal félaga sem hafa áhuga á honum.

Stuðningsmenn Villa eru hinsvegar ánægðir með framlag Íslendingsins að undanförnu og spurning hvort björt framtíð bíði hans á Villa Park.
Athugasemdir
banner
banner