lau 20. janúar 2018 14:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Walcott með Gylfa - Jói Berg byrjar
Enginn Sanchez - Enginn Mkhitaryan
Walcott byrjar.
Walcott byrjar.
Mynd: Getty Images
Sanchez er á leið til Manchester United. Hann er ekki í leikmannahópi Arsenal í dag.
Sanchez er á leið til Manchester United. Hann er ekki í leikmannahópi Arsenal í dag.
Mynd: Getty Images
Mkhitaryan er heldur ekki í hóp.
Mkhitaryan er heldur ekki í hóp.
Mynd: Getty Images
Það eru sex áhugaverðir leikir að hefjast í ensku úrvalsdeildinni klukkan 15:00, veisla fyrir fótboltanördann!

Það fyrsta sem ber að greina frá er að hvorki Alexis Sanchez né Henrikh Mkhitaryan eru í leikmannahópum sinna liða í dag. Þeir eru að skipta um félög, Sanchez er að fara til Manchester United og Mkhitaryan mun fara í hina áttina til Arsenal.

Þeir spila því ekki í dag en Arsenal fær Crystal Palace í heimsókn á meðan United sækir Burnley heim. Jóhann Berg Guðmundsson er að sjálfsögðu í byrjunarliði Burnley.

Mesut Özil snýr aftur í byrjunarlið Arsenal og hann er í fremstu víglínu með Alex Iwobi og Alexandre Lacazette.

Byrjunarlið Manchester United er eins og búist var við, kannski fyrir utan það að Ashley Young byrjar á kostnað Luke Shaw.

Gylfi Þór Sigurðsson er að sjálfsögðu í byrjunarliði Everton sem mætir West Brom. Nýju leikmenn Everton, Cenk Tosun og Theo Walcott eru báðir í byrjunarliði í dag.

Byrjunarlið Arsenal gegn Crystal Palace: Cech, Bellerin, Koscielny, Mustafi, Monreal, Elneny, Wilshere, Xhaka, Ozil, Iwobi, Lacaztte.
(Varamenn: Ospina, Mertesacker, Chambers, Maitland-Niles, Kolasinac, Nelson, Nketiah)

Byrjunarlið Crystal Palace gegn Arsenal: Hennessey, Van Aanholt, Tomkins, Kelly, Fosu-Mensah, Milivojevic, Cabaye, McArthur, Zaha, Sako, Benteke.
(Varamenn: Speroni, Ward, Townsend, Lee, Souare, Delaney, Riedewald)

Byrjunarlið Burnley gegn Man Utd: Pope, Bardsley, Tarkowski, Mee, Taylor, Cork, Defour, Arfield, Gudmundsson, Hendrick, Barnes.
(Varamenn: Lindegaard, Lowton, Nkoudou, Vokes, Westwood, Wells, Long)

Byrjunarlið Man Utd gegn Burnley: De Gea, Valencia, Jones, Smalling, Young, Matic, Pogba, Mata, Lingard, Martial, Lukaku.
(Varamenn: Romero, Rojo, Rashford, Herrera, Shaw, Fellaini, McTominay)

Byrjunarlið Everton gegn West Brom: Pickford, Kenny, Holgate, Williams, Martina, Schneiderlin, McCarthy, Walcott, Sigurdsson, Vlasic, Tosun.
(Varamenn: Robles, Keane, Jagielka, Gueye, Bolasie, Niasse, Rooney)

Byrjunarlið West Brom gegn Everton: Foster, Dawson, Evans, Hegazi, Gibbs, Phillips, Barry, Krychowiak, Brunt, Rodriguez, Rondon.
(Varamenn: Myhill, Nyom, McAuley, Livermore, Field, McClean, Robson-Kanu)

Hægt er að sjá öll byrjunarliðin hér.




Leikir dagsins:
12:30 Brighton - Chelsea (Stöð 2 Sport)
15:00 Burnley - Man Utd (Stöð 2 Sport)
15:00 Arsenal - Crystal Palace
15:00 Everton - West Brom
15:00 Leicester - Watford
15:00 Stoke - Huddersfield
15:00 West Ham - Bournemouth
17:30 Man City - Newcastle (Stöð 2 Sport)









Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner