lau 20. janúar 2018 17:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
James McCarthy fótbrotnaði illa - Tímabilið búið
Mynd: Getty Images
James McCarthy, miðjumaður Everton, mun ekki spila meira á þessari leiktíð eftir að hafa tvífótbrotnað í leik gegn West Brom í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Hinn 27 ára gamli McCarthy var borinn af velli eftir að hafa reynt að tækla Salomon Rondon í seinni hálfleik. Það er ekki hægt að kenna neinum um þetta, um slys var að ræða.

Rondon var í tárum eftir að hann sá hvað hafði gerst.

„Þetta eru mjög ljót meiðsli," sagði Sam Allardyce, stjóri Everton, við blaðamenn eftir leik.

McCarthy var að snúa aftur úr meiðslum en þetta var aðeins hans þriðji leikur á þessu leiktímabili.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner