Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 20. janúar 2018 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Held að Sanchez sé að koma
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var kampakátur með 1-0 sigur á Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag.

„Ef þú skorar ekki, þá ertu í vandræðum, þeir fara að spila löngum boltum og það er erfitt að eiga við þá þannig," sagði Mourinho.

„Við vörðumst mjög vel og það er óhætt að segja að Mike Dean (dómari) og hans lið hafi staðið sig mjög vel í leiknum. Þessi leikur tók á líkamlega fyrir bæði lið."

Anthony Martial gerði sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks.

„Auðvitað erum við mjög ánægðir með hann (Anthony Martial), við viljum bara stöðugleika, við vitum að hann hefur hæfileika."

Mourinho var svo auðvitað spurður út í Alexis Sanchez sem er á leið til Manchester United frá Arsenal.

„Ef þið spyrjið mig, þá held ég að hann sé að koma, það held ég, en ég hef enga staðfestingu á því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner