lau 20. janúar 2018 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sanchez bolir á brunaútsölu fyrir utan Emirates
Sanchez er að kveðja Arsenal.
Sanchez er að kveðja Arsenal.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez kvaddi liðsfélaga sína í Arsenal í gærkvöld, hann er á leið til Manchester United.

Sanchez var á liðshóteli Arsenal í gær, jafnvel var búist við að hann yrði í leikmannahóp liðsins gegn Crystal Palace í dag þar sem samkomulag var ekki í höfn við United.

Nú virðist United hins vegar hafa klárað málið og Sanchez gengur í raðir félagsins á meðan Henrikh Mkhitayan fer til Arsenal í skiptum.

Stuðningsmenn Arsenal eru ekki sáttir með Sanchez, en bolir merktir honum eru seldir á sérstaklega góðu verði fyrir utan Emirates-leikvanginn á þessum laugardegi.

Á meðan eru stuðningsmenn Manchester United farnir að selja trefla merkta Sílemanninum.

Það er svo sannarlega farið að styttast í að staðfest-sviginn mæti.






Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner