Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. janúar 2018 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Daily Mail 
Sér til þess að leikmenn West Ham deili með starfsmönnum
Mark Noble er fyrirliði West Ham.
Mark Noble er fyrirliði West Ham.
Mynd: Getty Images
Mark Noble er fyrirliði West Ham, en hann hefur leikið allan sinn feril með félaginu. Hinn þrítugi Noble hefur verið hjá West Ham frá 12 ára aldri og leikið meira en 350 leiki.

Hann elskar félagið og gefur allt sitt þegar hann spilar með því. Hann gefur líka allt sitt fyrir félagið utan vallar.

Í viðtali við Jamie Redknapp fyrir Daily Mail segir hann frá því að hann passi upp á því að leikmenn deili bónusum sem þeir fá fyrir að spila með West Ham með starfsmönnum félagsins.

„Ég vil West Ham standi sig vel. Fyrir stuðningsmennina, fyrir kokkinn, fyrir Shirley í eldhúsinu sem var hér áður en faðir þinn (Harry Redknapp) var knattspyrnustjóri, fyrir Jimmy Frith sem kemur og hjálpar þjálfunum á hverjum degi, sér til þess að hlutirnir gangi upp og hefur gert það mjög lengi," sagði Noble.

„Ég hef þekkt þetta fólk frá því ég kom hingað fyrst, ég vil allt það besta fyrir félagið. Ég sé til þess að allir leikmenn deili hverjum bónus sem þeir fá með starfsmönnum. Við getum ekki gert það sem við gerum án þeirra," sagði hann enn fremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner