Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 20. janúar 2018 21:51
Gunnar Logi Gylfason
Spánn: Atletico Madrid missteig sig
Valencia endaði með níu menn inn á
Griezmann skoraði
Griezmann skoraði
Mynd: Getty Images
Gabriel Paulista fékk rautt spjald
Gabriel Paulista fékk rautt spjald
Mynd: Getty Images
Fjórir leikir fóru fram í dag í spænsku úrvalsdeildinni. Óvænt úrslit litu dagsins ljós.

Sevilla kom sér upp að hlið Real Madrid, í 6.sætið með 32 stig. Liðsmenn Sevilla voru 0-2 yfir í hálfleik gegn Espanyol í Barcelona í dag. Luis Muriel bætti einu markið við í lokin og lokatölur 0-3 fyrir gestina.

Atletico Madrid missteig sig í tilraun sinni í að halda í við Barcelona þegar þeir gerðu jafntefli við Girona í dag. Antoine Griezmann kom Atletico yfir en Cristian Portu jafnaði metin á 73.mínútu og þar við sat.

Villareal komst yfir gegn Levante með marki úr vítaspyrnu eftir 26 mínútna leik. Þeir tvöfölduðu forystuna eftir 5 mínútur í seinni hálfleik. Levante minnkaði muninn úr vítaspyrnu undir lok leiks en lengra komust þeir ekki og niðustaðan 2-1 sigur Villareal.

Las Palmas kom sér úr botnsætinu með óvæntum sigri á Valencia. Með sigri hefði Valencia komið sér í 2.sæti deildarinnar.

Valencia byrjaði leikinn vel og komst yfir eftir fimm mínútur. Las Palmas jafnaði stundarfjórðungi síðar. Í upphafi seinni hálfleiks braut Gabriel Paulista, fyrrum leikmaður Arsenal, af sér og fékk gult spjald. Hann var ekki parsáttur og fékk seinna gula fyrir að mótmæla harðlega. Las Palmas fékk víti og komst yfir.

Liðsmenn Valencia enduðu leikinn með aðeins 9 menn á vellinum því þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma fékk annar leikmaður Valencia, Ruben Vezo, líka rautt spjald. Lokatölur urðu 2-1 fyrir Las Palmas.

Leikir dagsins

Espanyol 0 - 3 Sevilla
0-1 Franco Vazquez ('15)
0-2 Pablo Sarabia ('34)
0-3 Luis Muriel ('90)

Atletico Madrid 1 - 1 Girona
1-0 Antoine Griezmann ('34)
1-1 Cristian Portu ('73)

Villarreal 2 - 1 Levante
1-0 Manuel Trigueros (víti) ('26)
2-0 Denis Cheryshev ('50)
2-1 Roger (víti) ('90)

Las Palmas 2 - 1 Valencia
0-1 Santi Mina ('5)
1-1 Jonathan Viera ('20)
2-1 Jonathan Calleri (víti) ('53)
Rautt spjald: Gabriel Paulista, Valencia ('52), Ruben Vezo, Valencia ('88)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 31 24 6 1 67 20 +47 78
2 Barcelona 31 21 7 3 62 34 +28 70
3 Girona 31 20 5 6 63 39 +24 65
4 Atletico Madrid 31 19 4 8 59 36 +23 61
5 Athletic 32 16 10 6 52 30 +22 58
6 Real Sociedad 31 13 11 7 45 33 +12 50
7 Valencia 31 13 8 10 34 32 +2 47
8 Betis 31 11 12 8 38 37 +1 45
9 Getafe 31 9 12 10 37 43 -6 39
10 Villarreal 31 10 9 12 49 54 -5 39
11 Osasuna 31 11 6 14 36 44 -8 39
12 Las Palmas 31 10 7 14 29 35 -6 37
13 Sevilla 31 8 10 13 39 44 -5 34
14 Alaves 31 8 8 15 26 38 -12 32
15 Mallorca 31 6 13 12 25 36 -11 31
16 Vallecano 31 6 13 12 25 38 -13 31
17 Celta 31 6 10 15 33 46 -13 28
18 Cadiz 31 4 13 14 21 41 -20 25
19 Granada CF 32 3 9 20 33 61 -28 18
20 Almeria 31 1 11 19 30 62 -32 14
Athugasemdir
banner
banner