lau 20. janúar 2018 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stórliðin á eftir Diarra - Butland til Liverpool?
Powerade
Stórliðin eru að berjast um Lassana Diarra. Hér er hann í leik með Real Madrid.
Stórliðin eru að berjast um Lassana Diarra. Hér er hann í leik með Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Liverpool gæti tekið fram veskið fyrir Butland.
Liverpool gæti tekið fram veskið fyrir Butland.
Mynd: Getty Images
Giroud gæti farið til Dortmund sem hluti af kaupunum á Aubameyang.
Giroud gæti farið til Dortmund sem hluti af kaupunum á Aubameyang.
Mynd: Getty Images
Þá er laugardagurinn 20. janúar hafinn. Hefjum daginn á að skoða allt helsta slúðrið í fótboltanum. Janúar glugginn er enn opinn og það getur margt gerst.



Luis Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona, gæti tekið við Chelsea af Antonio Conte í sumar. Juliano Belletti, fyrrum bakvörður Barcelona og Chelsea, myndi þá taka við starfi yfirmanns knattspyrnumála hjá Lundúnafélaginu. (Star)

Og þá er Pep Guardiola, stjóri Manchester City, efstur á óskalista Paris Saint-Germain. (Mirror)

Tottenham býst við því að vinna baráttuna við Arsenal um brasilíska kantmanninn Malcom (20) sem leikur með Bordeaux í Frakklandi. (Telegraph)

Manchester City dró sig úr kapphlaupinu um Alexis Sanchez (29) þar sem hjá City töldu menn að kaupin á honum gætu haft áhrif á fjárhagslegan stöðugleika félagsins. (Times)

Henrikh Mkhitaryan (28) grét þegar hann kvaddi liðsfélaga sína hjá Manchester United. Hann er á leið til Arsenal. (Daily Mail)

Rafa Benitez hefur neitað að staðfesta að hann verði áfram hjá Newcastle þar sem hann ætlar að bíða og sjá hvort félagið styrki sig í þessum mánuði. Hann vill fá þrjá til fjóra leikmenn til að styrkja núverandi leikmannahóp sinn. (Guardian)

Liverpool er að íhuga að gera 40 milljón punda tilboð í Jack Butland (24), markvörð Stoke, þrátt fyrir að hafa fengið þau skilaboð að hann sé ekki til sölu. (Express)

Javier Hernandez, Chicharito (29) er ekki að snúa aftur til Manchester United. West Ham er að selja hann til Besiktas í Tyrklandi fyrir 7,5 milljónir punda. (Goal.com)

Crystal Palace hefur boðið 9,75 milljónir punda í Eder (31), sóknarmann sem leikur með Inter Milan. (Corriere dello Sport)

Everton er áhugasamt um Adama Soumaoro (25), varnarmann Lille í Frakklandi. Everton hefur þó ekki enn gert Lille tilboð í hann. (Liverpool Echo)

Benevento, botnlið ítölsku úrvalsdeildarinnar, vill bæta reynsluboltanum Bruno Alves (36), sem leikur þessa stundina með Rangers, í leikmannahóp sinn. (Sky Italia)

Mauricio Pellegrino, stjóri Southampton, vill meina að félagið hafi gert allt sem það gat til að fá Theo Walcott (28) aftur til félagsins frá Arsenal. Walcott kaus að fara til Everton. (Southampton Echo)

Bournemouth er tilbúið að selja sóknarmanninn Benik Afobe (24) í þessum mánuði. Félagið vill fá þær 10 milljónir punda sem það borgaði Wolves fyrir hann fyrir tveimur árum aftur. (Sun)

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, er hættur að leita að nýjum vinstri bakverði, hann er ánægður með Luke Shaw (22). (Daily Mail)

Swansea hefurbeðið ofurumbann Jorge Mendes að hjálpa sér við janúarinnkaupin. (Telegraph)

Manchester United og Paris Saint-Germain munu berjast um Lassana Diarra (32), sem er án liðs í augnablikinu. Diarra, sem er miðjumaður, er fyrrum leikmaður Chelsea, Arsenal, Portsmouth og Real Madrid en hann yfirgaf Al-Jazira í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í síðasta mánuði. (Le Parisien)

Arsenal er tilbúð að henda Olivier GIroud (31) inn sem hluta af kaupunum á sóknarmanninum Pierre-Emerick Aubameyang (28) frá Borussia Dortmund. (Independent)

Atlanta United hefur keypt argentíska varnarmanninn Ezequiel Barco (18) frá Independiente fyrir metfé í MLS-deildinni. (Goal.com)
Athugasemdir
banner
banner
banner