Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. febrúar 2017 21:48
Magnús Már Einarsson
127 kílóa markvörðurinn tróð í sig böku á bekknum
Góður á ryksugunni - Shaw hafði nóg að gera í dag þegar hann var að undirbúa leikinn.
Góður á ryksugunni - Shaw hafði nóg að gera í dag þegar hann var að undirbúa leikinn.
Mynd: Getty Images
Wayne Shaw, varamarkvörður Sutton United, var út um allt í enskum fjölmiðlum fyrir leik utandeildarliðsins gegn Arsenal í enska bikarnum í kvöld. Hinn 46 ára gamli Shaw er markmannsþjálfari, vallarstarfsmaður og varamarkvörður hjá Sutton. Shaw er talsvert þéttari en margir aðrir fótboltamenn en hann er 127 kíló.

Shaw var á fullu í allan dag að gera völlinn kláran fyrir stórleikinn. Hann tók sér síðan stöðu á bekknum þegar leikurinn hófst.

Í hálfleik var Shaw mættur á barinn með stuðningsmönnum. Hann fór í kjölfarið í sjoppuna og fékk sér böku (e. pie) sem er mjög vinsæl hjá stuðningsmönnum fótboltaliða á Englandi.

Shaw sást síðan borða bökuna með miklu hraði á hliðarlínunni á meðan á leik stóð en sjónvarpsmyndavélar sýndu frá þessu í leiknum. Myndir af Shaw borða á hliðarlínunni má sjá hér að neðan.

Smelltu hér til að lesa meira um sögu Wayne Shaw






Athugasemdir
banner
banner
banner