Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 12:45
Elvar Geir Magnússon
Alves: Barcelona kom illa fram við mig
Alves er saknað hjá Barcelona og liðið verið í vandræðum í hægri bakverðinum.
Alves er saknað hjá Barcelona og liðið verið í vandræðum í hægri bakverðinum.
Mynd: Getty Images
Dani Alves segist hafa hætt hjá Barcelona og farið til Juventus því spænska félagið hafi komið illa fram við sig. Hann segir að forráðamenn félagsins hafi verið falskir og vanþakklátir.

Brasilíumaðurinn var átta ár á Nývangi en nýtti klásúlu um að rifta samningi sínum síðasta sumar. Börsungar virtust ekki viðbúnir þessu og hægri bakvarðarstaðan verið vandræðastaða á tímabilinu.

Alves, sem er 33 ára, lyfti spænska meistarabikarnum sex sinnum, Konungsbikarnum fjórum sinnum og Meistaradeildarbikarnum þrívegis hjá Barcelona.

„Þeir hafa ekki hugmynd um hvernig eigi að koma almennilega fram við leikmenn. Á þremur síðustu árum var ég að heyra sögur út um allt að ég væri á förum. Það var samt aldrei talað við mig. Forráðamenn félagsins voru falskir og vanþakklátir," segir Alves.

Á tíma sínum hjá Barcelona var mikið talað um illindi milli hans og Cristiano Ronaldo, stórstjörnu helstu andstæðingana í Real Madrid. Alves segir að þetta hafi verið búið til af fjölmiðlum.

„Ef fólk vissi bara hversu mikið ég virði Cristiano Ronaldo. Ég ber ómælda virðingu fyrir honum. Mikið var gert úr ummælum mínum um að hann væri of sjálfselskur. Þegar þú ert sigursæll ertu stjarna og ég sagði þetta með virðingu. Það sem gerðist var að fjölmiðlar tóku þetta úr samhengi og sögðu að ég hefði talað illa um hann. Þess vegna heilsaði hann mér ekki á Ballon d'Or hátíðinni 2015," segir Alves.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner