mán 20. febrúar 2017 11:29
Magnús Már Einarsson
Barcelona aldrei verið með jafnfáa Spánverja í byrjunarliði
Sergi Roberto var eini Spánverjinn sem byrjaði í gær.
Sergi Roberto var eini Spánverjinn sem byrjaði í gær.
Mynd: Getty Images
Barcelona setti met í 118 ára sögu félagins í gær þegar Sergi Roberto var eini spænski leikmaðurinn í byrjunarliðinu í 2-1 sigrinum á Leganes.

Barcelona hefur aldrei áður teflt fram byrjunarliði með einungis einum Spánverja innanborðs enda hefur liðið alltaf verið með fjölda leikmanna sem koma úr unglingastarfi sínu.

Á bekknum í gær voru spænsku leikmennirnir Gerard Pique, Andres Iniesta og Carles Alena sem koma allir úr unglingastarfinu.

Á bekknum voru líka spænsku leikmennirnir Denis Suarez, Jordi Alba og Paco Alcacer. Því voru sex af sjö leikmönnum á bekknum fá Spáni.

Hægri bakvörðurinn Sergi Roberto var hins vegar eini Spánverjinn í byrjunarliðinu og það er eitthvað sem hefur ekki gerst áður í þeim 4250 leikjum sem Barcelona hefur spilað frá stofnun félagsins.

Byrjunarlið Barcelona í gær
Marc-André Ter Stegen (Þýskaland)
Sergi Roberto (Spánn)
Samuel Umtiti (Frakkland)
Jeremy Mathieu (Frakkland)
Lucas Digne (Frakkland)
Andre Gomes (Portúgal)
Rafinha (Brasilía)
Ivan Rakitic (Króatía)
Lionel Messi (Argentína)
Neymar (Brasilía)
Luis Suarez (Úrúgvæ)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner