Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. febrúar 2017 15:39
Elvar Geir Magnússon
Brast í grát vegna kynþáttafordóma
Everton Luiz niðurbrotinn.
Everton Luiz niðurbrotinn.
Mynd: Getty Images
Leikmaður í Serbíu yfirgaf völlinn grátandi eftir að hafa orðið fyrir kynþáttafordómum úr stúkunni. Everton Luiz, 28 ára miðjumaður Partizan, fékk huggun frá liðsfélögum sínum eftir að apahljóðum hafði verið beint að honum.

Einnig var borði í stúkunni með ljótum skilaboðum til Luiz.

Atvikið átti sér stað í gær í grannaslag Partizan gegn Rad í Belgrad en dómarinn stöðvaði leikinn á meðan umræddur borði var fjarlægður. Þá reyndu öryggisverðir að fá áhorfendur til að hætta þessum kynþáttaníð.

Luiz sýndi stuðningsmönnum Rad puttann og allt var á suðupunkti á leikvanginum.

„Ég varð fyrir kynþáttafordómum allar 90 mínúturnar. Leikmenn heimaliðsins tóku bara undir. Það voru allir að ráðast að mér. Ég vil gleyma þessu sem fyrst. Ég elska Serbíu og fólkið hérna, þess vegna grét ég. Rasismi á ekki að viðgangast," segir Luiz.

Ýmis mál tengd kynþáttaníð hafa herjað á serbneska fótboltann á síðustu árum. Svartir leikmenn enska U21-landsliðsins, Raheem Sterling og Danny Rose, urðu fyrir kynþáttaníð í leik 2012 sem eitt af mörgum dæmum.


Athugasemdir
banner
banner
banner