Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 22:04
Stefnir Stefánsson
Championship: Birkir og félagar töpuðu gegn Newcastle
Yoan Gouffran skoraði fyrra mark Newcastle
Yoan Gouffran skoraði fyrra mark Newcastle
Mynd: Getty Images
Newcastle 2 - 0 Aston Villa
1-0 Yoan Gouffran ('42 )
2-0 Henri Lansbury ('59 , sjálfsmark)

Leik Newcastle United og Aston Villa var að ljúka rétt í þessu en það var Newcastle sem hafði betur 2-0 með marki frá Yoan Gouffran og sjálfsmarki hjá Henri Lansbury. Með sigrinum skellti Newcastle sér á topp Championship deildarinnar á meðan slæmt gengi Aston Villa heldur áfram.

Liðið er nú í 17. sæti deildarinnar. Birkir Bjarnason byrjaði leikinn fyrir Aston Villa en honum var skipt af velli þegar 7 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Ljóst er að tímabilið er búið að vera mikil vonbrigði fyrir Aston Villa en ekkert hefur gengið hjá liðinu að undanförnu.

Aston Villa hefur aðeins náð í eitt stig á almanaksárinu 2017 og ýmsir stuðningsmenn liðsins eru að gefast upp á knattspyrnustjóranum Steve Bruce.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner