banner
   mán 20. febrúar 2017 20:55
Elvar Geir Magnússon
Danmörk: Óli Kristjáns og Hannes fengu óvæntan skell
Hannes Þór Halldórsson.
Hannes Þór Halldórsson.
Mynd: Getty Images
Íslendingaliðið Randers tapaði illa fyrir OB 3-0 í fyrsta leik sínum eftir vetrarfrí í Danmörku en leikurinn fór fram í Óðinsvéum í kvöld.

Ólafur Kristjánsson þjálfar Randers sem hefur tapað fimm leikjum í röð. Eftir góða byrjun á tímabilinu hefur liðið gefið talsvert eftir og er nú í fimmta sæti.

Hannes Þór Halldórsson landsliðsmarkvörður stóð í marki Randers en hann fékk aðeins 2 í einkunn á vefsíðu BT en varnarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska eins og lokatölurnar gefa til kynna.

Þessi úrslit koma talsvert á óvart en OB er í næst neðsta sæti dönsku deildarinnar.

Næsti leikur Randers er heimaleikur gegn FC Midtjylland, sem er í fjórða sæti, á föstudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner