Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 09:00
Kristófer Kristjánsson
Ekkert að hnénu hjá Kane
Harry Kane var heitur í gær.
Harry Kane var heitur í gær.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, framherji Tottenham segir að það sé ekkert að hnénu á sér en hann var talinn tæpur fyrir leikinn gegn Fulham í enska bikarnum í gær.

Framherjinn fékk högg á hnéð í 1-0 tapinu gegn Gent á fimmtudag en þrátt fyrir það skoraði hann þrennu í 3-0 sigrinum í gær.

„Það er í lagi með hnéð á mér. Ég fékk smá högg á fimmtudag en eftir smá kælingu var allt í lagi. Ég vil spila alla leiki og ég var tilbúinn í byrjunarliðið í gær," sagði Kane.

Kane hefur skorað 19 mörk á leiktíðinni og 14 af þeim í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner