Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 19:30
Stefnir Stefánsson
Engin boð hafa borist frá Kína í Abel Hernandez
Hernandez hefur verið orðaður við kínversku deildina
Hernandez hefur verið orðaður við kínversku deildina
Mynd: Getty Images
Hull City hafa gefið það út að engin formleg tilboð hafa borist í Abel Hernandez framherja liðsins. Þrátt fyrir að fréttir frá Kína hafi haldið því fram að hann væri nálægt því að ganga til liðs við kínverska félagið Beijing Guoan.

Hernandez staddur í æfingabúðum í Portúgal ásamt leikmannahópi Hull. Liðið á síðan leik við Burnley um næstu helgi.

Félagaskiptaglugginn í Kína lokar þriðjudaginn 28. febrúar og mega því leikmenn úr öðrum deildum ganga til liðs við kínversk félög fyrir þann tíma.

Hernandez gekk til liðs við Hull frá Palermo fyrir 10 milljónir punda í september árið 2014. Framherjinn hefur skorað fjögur mörk í 19 leikjum fyrir félagið á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner