Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. febrúar 2017 09:30
Elvar Geir Magnússon
Enrique pirraður: Baulið á mig en ekki á leikmenn
Enrique er ekki sá vinsælasti.
Enrique er ekki sá vinsælasti.
Mynd: Getty Images
Luis Enrique, stjóri Barcelona, skaut á stuðningsmenn á Nývangi sem bauluðu á sína menn í 2-1 sigrinum gegn Leganes i gærkvöldi. Börsungar voru daprir gegn einu lélegasta liði deildarinnar og náðu með naumindum að landa sigri eftir að Lionel Messi skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í blálokin.

Stuðningsmenn voru ekki sáttir við viðbrögð liðsins eftir 4-0 niðurlægingu gegn Paris Saint-Germain í Meistaradeildinni um miðja síðustu viku.

Andrúmsloftið á vellinum var hádramatískt og áhorfendur bauluðu bæði á Enrique og leikmenn. Af leikmönnum var það miðjumaðurinn Andre Gomes sem helst fékk að heyra það.

„Ég sætti mig við það að baulað sé á mig. Stuðningsmenn eru enn reiðir eftir úrslitin í París. Ég sætti mig hinsvegar ekki við að baulað sé á leikmenn,“ segir Enrique.

„Það er glórulaust að stuðningsmaður bauli á leikmann úr sínu eigin liði. Allir geta látið óánægju sína í ljós eins og þeir vilja en framkoman í garð Andre fór í taugarnar á mér.“

Fjölmiðlar hafa gert mikið úr því hversu lítið Messi fagnaði eftir að hafa skorað sigurmarkið.

„Ég hef ekki séð þetta og er ekki sá sem á að svara fyrir það,“ segir Enrique.

Samningur Enrique rennur út eftir tímabilið og er fastlega gert ráð fyrir því að hann láti af störfum í sumar.

Athugasemdir
banner
banner
banner