Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 10:00
Elvar Geir Magnússon
Gabigol splæsir í carbonara
Gabigol hefur brotið ísinn.
Gabigol hefur brotið ísinn.
Mynd: Getty Images
Eftir erfiða byrjun í ítalska boltanum getur hinn tvítugi Gabriel Barbosa, Gabigol, andað léttar. Brasilíumaðurinn skoraði loks sitt fyrsta mark fyrir Inter þegar hann tryggði liðinu sigur gegn Bologna í gær.

Gabigol kom frá Santos í heimalandinu fyrir hálfu ári síðan og eftir að hann náði að brjóta ísinn þurfti hann að efna loforð. Hann hafði sagt í klefanum hjá Inter að hann myndi bjóða liðinu út að borða þegar fyrsta markið væri að baki.

„Ég mun opna veskið, hvað segið þið um carbonara?“ sagði Gabigol sem býðir liðsfélögunum sínum í pasta.

„Þessi stund mun ekki gleymast, fyrsta markið. Það gleður mig sérstaklega hversu mikilvægt markið var. Þetta hefur verið erfið bið og ég hef lagt mikið á mig. Ég kom hingað til að skrifa söguna og missti aldrei hausinn. Látum nýja sögu hefjast.“

Inter er í fjórða sæti ítölsku deildarinnar að loknum 25 umferðum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner