Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 20. febrúar 2017 21:00
Stefnir Stefánsson
Giggs líkir Zlatan við Cantona
Ryan Giggs
Ryan Giggs
Mynd: Getty Images
Ryan Giggs fyrrum leikmaður og aðstoðarþjálfari Manchester United hrósar Zlatan Ibrahimovic leikmanni liðsins í hástert.

Giggs sem er goðsögn hjá Manchester United segist vera agndofa yfir frammistöðum Svíjans á þessu tímabili.

„Ég get alveg skilið hversvegna menn eru að líkja honum við Cantona, það á fullan rétt á sér. Hann hefur óbilandi trú á eigin ágæti og hæfileikum líkt og Cantona hafði. Svo þrátt fyrir að hann sé að spila vel og fær mikið lof fyrir lætur hann það ekki stíga sér til höfuðs." sagði Giggs sem hefur miklar mætur á Zlatan.

„Það sem ég dáist af er að hann heldur skrokknum á sér í góðu standi. Það er oft erfitt fyrir leikmenn á þessum aldri. Svo spilar maður einn dapran leik og þá byrja að heyrast gagnrýnisraddir um að maður sé orðinn of gamall, hann virðist vera ónæmur fyrir gagnrýni."

Margir settu spurningamerki við það þegar Manchester United ákvað að semja við Zlatan en hann hefur svo sannarlega troðið sokk upp í efasemdarmenn sína. En hann er kominn með 24 mörk á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner