mán 20. febrúar 2017 20:33
Stefnir Stefánsson
Guardiola: Verðum drepnir af gagnrýnendum
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola stjóri Manchester City var brattur á blaðamannafundi fyrir leik City gegn Monaco í Meistaradeildinni annað kvöld. Hann sagði mikilvægt að leikmenn sínir njóti augnabliksins því að það er alls ekki gefið að komast í 16 liða úrslit keppnninnar.

Þá sagði hann einning að ef þeir tapi þá muni gangrýnendur liðsins drepa þá.

Guardiola hefur unnið keppnina tvívegis sem þjálfari, í bæði skiptin með Barcelona, og freistar þess að ná þriðja skiptinu og nú með Manchester City.

„Að vera komnir svona langt er ekki auðvelt, ég mun reyna að sannfæra leikmennina um að njóta augnabliksins. Þetta er fallegt augnablik að spila í 16 liða úrslitum." sagði Guardiola.

„Fólk tekur því sem gefnu að Manchester City fari í 16 liða úrslit en það eru fullt af góðum liðum sem komust ekki svona langt. Við verðum að telja okkur heppna." hélt hinn 46 ára gamli Spánverji áfram.

„Saga okkar síðustu ára hefur verið góð en hún nær ekki langt aftur í tímann. Það er ekki langt síðan að Manchester City var ekki nálægt Meistaradeildinni."

„Öll Evrópa mun fylgjast með okkur, reyna að greina leik okkar. Til að drepa okkur ef að við töpum eða segja hversu góðir við erum ef okkur tekst að vinna."
Sagði Guardiola sem er greinilega ekki nógu ánægður með gagnrýnina sem liðið hefur fengið á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner