Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 15:52
Magnús Már Einarsson
Jói Berg frá í nokkrar vikur - Tæpur fyrir Kosóvó leikinn
Joey Barton hughreystir Jóhann Berg eftir meiðslin um helgina.
Joey Barton hughreystir Jóhann Berg eftir meiðslin um helgina.
Mynd: Getty Images
Jóhann Berg Guðmundsson verður frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í óvæntu 1-0 tapi Burnley gegn Lincoln í enska bikarnum helgina. 433.is greinir frá þessu í dag.

Jóhann Berg var sparkaður niður eftir tuttugu mínútur í leiknum og varð að fara af velli í kjölfarið. Í myndatöku í dag kom í ljós að rifa er í liðbandi í hnénu og Jóhann Berg verður frá keppni í tæpan mánuð af þeim sökum.

Hinn 26 ára gamli Jóhann vonast til að snúa aftur í lið Burnley gegn Sunderland þann 18. mars. Sex dögum síðar mætir Ísland liði Kosóvó í undankeppni HM og ljóst er að Jóhann er í kapphlaupi við tímann fyrir þessa tvo leiki.

Jóhann hefur verið óheppinn með meiðsli síðan hann kom til Burnley frá Charlton síðastliðið sumar.

„Það er pirrandi að lenda í svona meiðslum en þetta er í þriðja skiptið sem ég missi út nokkrar vikur eftir að ég kom til Burnley, það er ekkert við þessu að gera. Maður verður bara að vinna vel í sér og koma sterkari til baka," sagði Jóhann við 433.is.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner