Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 16:30
Elvar Geir Magnússon
„Kante er leikmaður ársins"
Kante hefur verið algjörlega magnaður með Chelsea.
Kante hefur verið algjörlega magnaður með Chelsea.
Mynd: Getty Images
Á Englandi er farin umræða af stað um hver eigi skilið að vera valinn leikmaður ársins í enska boltanum. John Cross, yfirmaður fótboltafrétta hjá Daily Mirror, telur að franski miðjumaðurinn N'Golo Kante hjá Chelsea eigi það skilið.

„Það verður að vera einhver frá Chelsea, liðið hefur verið magnað á þessu tímabili og að mínu mati er það Kante sem hefur gert gæfumuninn," segir Cross.

Allt stefnir í að Chelsea verði Englandsmeistari en Kante varð meistari með Leicester í fyrra.

„Hann er orðabókardæmi um fullkominn varnarmiðjumann, er góður á boltanum, ákveðinn, les leikinn og brýtur upp spilið. Mér fannst hann besti leikmaður Leicester á síðasta tímabili og á að þessu tímabili hefur hann tekið aðeins meiri þátt í sóknarleiknum."

„Það eru aðrir sem gera tilkall til þess að vera leikmaður ársins; Eden Hazard, Zlatan Ibrahimovic, Alexis Sanchez og David Silva hafa allir verið magnaðir. En ég tel að Kante beri höfuð og herðar yfir aðra."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner