Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Mata: Viljum gleyma óbragðinu frá síðasta leik gegn Chelsea
Juan Mata er með skemmtilega heimasíðu þar sem hann bloggar reglulega.
Juan Mata er með skemmtilega heimasíðu þar sem hann bloggar reglulega.
Mynd: Getty Images
Juan Mata, leikmaður Manchester United, er spenntur að mæta sínum gömlu félögum í Chelsea í 8-liða úrslitum enska bikarsins.

Mata bloggar reglulega og í færslu sinni í dag ræddi hann dráttinn í enska bikarnum en dregið var í gær eftir sigur United á Blackburn.

„Við vorum að fara frá Ewood Park (í gær) þegar við fréttum í gegnum samfélagsmiðla hver andstæðingur okkar yrði í 8-liða úrslitum: Chelsea á Stamford Bridge," sagði Mata.

United á harma að hefna á Stamford Bridge eftir 4-0 tap þar í deildinni fyrr á tímabilinu.

„Það þarf ekki að ræða það hvað þetta er sérstakur leikur fyrir mig. Þetta er án efa einn erfiðasti andstæðingur sem við hefðum getað fengið en við förum þangað ákveðnir í að vinna okkur inn farseðilinn á Wembley og staðráðnir í að gleyma óbragðinu sem við vorum með eftir síðustu heimsókn okkar á Stamford Bridge."
Athugasemdir
banner
banner