banner
   mán 20. febrúar 2017 19:00
Stefnir Stefánsson
Neymar þarf að mæta fyrir rétt - Tveggja ára fangelsi?
Neymar þarf að mæta fyrir rétt
Neymar þarf að mæta fyrir rétt
Mynd: Getty Images
Neymar, leikmaður Barcelona er í vandræðum eftir að spænskur dómari synjaði áfrýjunarkröfu hans og Barcelona um að ákæra á hendur þeim yrði felld niður.

Á bak við kæruna stendur hópur af brasilískum fjárfestum sem að áttu 40% hlut í félagaskiptum Neymar þegar hann gekk til liðs við spænsku risana árið 2013.

Fjárfestarnir halda því fram að þeim hafi ekki borist sú upphæð sem um var samið þegar félagaskipti hans frá Santos til Barcelona gengu í gegn. En kaupverðið sem um var samið hljóðaði upp á 43 milljónir punda.

Uppeldisfélag hans Santos, núverandi félag hans Barcelona, sem og fyrirtæki sem að foreldrar hans reka eru öll ákærð í málinu.

„Santos, Barcelona, Neymar og eignarhlutafélag sem að fjölskylda hans rekur þurfa öll að mæta fyrir dóm eftir að áfryjún þeirra um að fella niður kæru á hendur þeim fyrir spillingu hefur verið synjað." Þetta kom fram í yfirlýsingu frá Spænska réttinum.

Þá var einning tekið fram að verði þau fundin sek muni þau ekki geta áfrýjað úrskurðinum.

Saksóknar Brasilísku fjárfestanna krefjast sektar sem nemur 7.2 milljónum punda frá Barcelona og 5.6 milljónum punda frá Santos.

Þá krefjast þeir tveggja ára fangelsisvistar yfir leikmanninum sjálfum og vilja að honum verði gert að greiða 8 milljónir punda úr eigin vasa.

Harla ólíklegt verður að teljast að þó svo að Neymar verði fundin sekur að hann þurfi að stitja inni. Þar sem að samkvæmt spænskum lögum eru sakfelling sem nemur undir tveimur árum yfirleitt afgreitt með skilorðsbundnum dómi.


Athugasemdir
banner
banner
banner