mán 20. febrúar 2017 22:18
Stefnir Stefánsson
Spánn: Malaga lagði Las Palmas
Malaga unnu góðan sigur
Malaga unnu góðan sigur
Mynd: Getty Images
Malaga 2 - 1 Las Palmas
0-1 Mauricio Lemos ('19 )
1-1 Pablo Fornals ('27 )
2-1 Charles ('35 )
Rautt spjald: Jose Rodriguez, Malaga ('70)

Malaga og Las Palmas áttust við í Spænsku deildinni í kvöld. Malaga sigraði leikinn 2-1 þrátt fyrir að vera manni færri síðustu tuttugu mínútur leiksins. Maurico Lemos kom gestunum yfir á 19. mínútu leiksins með frábæru marki beint úr aukaspyrnu.

Pablo Fornals jafnaði metin fyrir heimamenn á 27. mínútu þegar hann setti knöttinn laglega yfir markvörð Javi Varas markvörð Las Palmas úr erfiðu færi. Á 35. mínútu klikkaði rangstöðugildra Las Palmas og framherjinn Charles Dies de Olivera sem að renndi boltanum í opið mark eftir undirbúning Keko.

Fleiri urðu mörkin ekki og 2-1 sigur Malaga staðreynd. Malaga minnkaði bilið í Las Palmas niður í tvö stig en liðin sitja í 12. og 13. sæti deildarinnar með 26 og 28 stig þegar 23 leikir eru búnir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner