Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 20. febrúar 2017 19:48
Stefnir Stefánsson
Stjóri Sutton: Draumi líkast
Mynd: Getty Images
Stjóri Sutton, Paul Doswell sagði í viðtali fyrir leik liðsins gegn Arsenal að þessi leikur í kvöld væri draumi líkast.

„Þeir eru með Alexis og Oxlade-Chamberlain á bekknum til vonar og vara ef að þeir lenda í vandræðum, þeir eru að sýna okkur mikla virðingu með þessu liði sem þeir bjóða upp á í dag" sagði Paul Doswell um uppstillingu Arsenal.

„Við erum búnir að vera að upplifa drauma í bikarnum. Mjög fáir bjuggust við að við myndum gera eitthvað gegn Wimbeldon. Síðan unnum við Leeds United sem gerði þann daginn að stærsta degi í sögu félagsins. Síðan að sjá að við drógumst á móti jafn sterku liði og Arsenal það var draumi líkast."

„Ég er háður fótbolta. Ég elska leikinn og ég elska utandeildarleikina líka. Ég vil nýta tækifærið og óska Lincoln innilega til hamingju og ef að við vinnum ekki í dag þá gefur það þeim tækifæri á að slá út Arsenal. sagði Doswell en sigurvegari þessarar rimmu mætir Lincoln í næstu umferð.

„Þú hefur séð liðsuppstillingarnar í kvöld. Við þurfum að eiga okkar allra besta leik í kvöld og við þurfum helst að fá segulsvið til að verja okkar eigið mark, til að eiga möguleika á að vinna. Sagði Doswell að lokum sem er í skýjunum að fá að mæta Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner