Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 20. febrúar 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Wenger ekki spenntur fyrir gervigrasinu í kvöld
Wenger og lærisveinar hans mæta Sutton í kvöld.
Wenger og lærisveinar hans mæta Sutton í kvöld.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekki spenntur fyrir því að mæta enska utandeildarliðinu Sutton United á gervigrasi í enska bikarnum í kvöld.

Sutton spilar heimaleiki sína á gervigrasi en liðið fær Arsenal í heimsókn í kvöld klukkan 19:55.

„Við myndum vilja spila á venjulegum velli en það þarf að taka þessu. Í þessari keppni þarftu að eiga við það sem þú færð. Við keppum á óvenjulegum velli og við þurfum að eiga við það," sagði Wenger en hann lét sína menn æfa innandyra á gerivgrasi um helgina.

„Það er ekki eins því að það er þurr völlur. Ég hef heyrt að Sutton bleyti völlinn sinn fyrir leiki og þá verður leikurinn hraðari."

„Álagið á líkamann er öðruvísi og þú getur ekki alltaf tæklað svo fótboltinn verður aðeins öðruvísi. Boltinn kemur hratt til þín og það hægist ekki á honum eins og í venjulegum leik. Við þurfum að venjast öðruvísi hraða."


Sjá einnig:
Arsenal gæti mætt 127 kílóa markverði
Borðar á McDonald's áður en hann spilar við Arsenal
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner