Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 20. febrúar 2018 15:39
Elvar Geir Magnússon
Bíll Coutinho fjarlægður og brotist inn á heimili hans
Erfiður mánudagur fyrir Coutinho.
Erfiður mánudagur fyrir Coutinho.
Mynd: Samsett
Mánudagar eru oft erfiðir en Philippe Coutinho átti einn sérstaklega erfiðan mánudag í Barcelona í gær.

Coutinho var ásamt vinum sínum að fara að skoða Sagrada Família kirkjuna frægu en Brasilíumaðurinn lagði Audi bifreið sinni ólöglega.

Bíllinn var fjarlægður og þurftu Coutinho og félagar að taka leigubíl heim.

Um kvöldið var Coutinho svo úti að borða með fjölskyldu sinni á meðan innbrotsþjófar létu greipar sópa á heimili þeirra.

Framkvæmdir standa við húsið og þær hjálpuðu glæpamönnunum að fá greiðari aðgang að húsinu.

Barcelona mætir Chelsea í Meistaradeildinni í London í kvöld. Coutinho var eftir í Barcelona enda ólöglegur með Börsungum í keppninni eftir að hafa leikið í henni með Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner
banner