Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 20. febrúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Coleman kennir eigandanum um slæmt gengi
Mynd: Getty Images
Chris Coleman hætti með velska landsliðið til að taka við Sunderland í nóvember.

Sunderland féll úr ensku úrvalsdeildinni fyrir ári síðan og endaði með 24 stig, 16 stigum frá öruggu sæti.

Liðið byrjaði skelfilega í Championship deildinni og átti Coleman að snúa gengi liðsins við.

Það hefur ekki gengið eftir og er Sunderland með 26 stig eftir 32 umferðir, þremur stigum frá öruggu sæti.

Ellis Short hefur verið eigandi Sunderland í níu ár og virðist ekki hafa mikinn metnað fyrir félaginu eftir fallið.

Hann býr í Bandaríkjunum og hefur ekki enn mætt á leik hjá sínum mönnum.

„Hjá félagi eins og Sunderland er mikil pressa og ástríða sem kemur frá stuðningsmönnum. Vandamálið er að eigendur félagsins elska það ekki næstum því jafn mikið og stuðningsmennirnir," sagði Coleman við Sunderland Echo.

„Það er augljóst að Ellis vill selja félagið og stuðningsmenn átta sig á því að ást hans á félaginu fer dvínandi.

„Þetta hamlar öllu starfi innan félagsins og við getum lítið aðhafst án þess að fá nýjan eiganda með aðrar áherslur."


Coleman komst alla leið í undanúrslit með velska landsliðið á EM 2016 og tapaði þar 2-0 fyrir Portúgal, sem hafði svo betur gegn heimamönnum í Frakklandi í úrslitaleiknum.
Athugasemdir
banner