Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 20. febrúar 2018 10:30
Magnús Már Einarsson
Conte hefur lítið sofið fyrir leikinn í kvöld
Í basli með svefn.
Í basli með svefn.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, stjóri Chelsea, segist hafa átt erfitt með svefn fyrir fyrri leikinn gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Chelsea hefur einungis unnið fjóra af síðustu tólf leikjum í öllum keppnum en í kvöld kemur Barcelona í heimsókn á Stamford Bridge.

„Eftir leikinn í enska bikarnum (gegn Hull á föstudaginn) þá hefur verið erfitt að sofa vel í hreinskilni sagt," sagði Conte.

„Þegar þú þarft að spila svona leik þá verður þú að undirbúa þig vel. Þú þarft að undirbúa allt. Þú þarft að undirbúa stóru hlutina og líka þá litlu."

„Liðið sem við mætum er eitt það besta í heimi og kannski sigurstranglegasta liðið í keppninni."

„Á hinn bóginn þá verðum við að spenntir því að við fáum frábært tækifæri til að spila risa leik gegn mjög sterku liði og sýna hvað í okkur býr. Við verðum að reyna að eiga fullkominn leik."

Athugasemdir
banner
banner
banner