þri 20. febrúar 2018 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Vrij fer frítt Í sumar
Stefan de Vrij er búinn að skora fjögur deildarmörk á tímabilinu.
Stefan de Vrij er búinn að skora fjögur deildarmörk á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Igli Tare, stjórnarmaður hjá Lazio, hefur staðfest að hollenski miðvörðurinn Stefan de Vrij fái að yfirgefa félagið frítt næsta sumar eftir misheppnaðar samningsviðræður.

De Vrij er nokkuð eftirsóttur og er líklegt að næsti áfangastaður hans sé Inter, þar sem hann myndi heyja baráttu við Milan Skriniar og Miranda um byrjunarliðssæti.

„Lazio hefur ákveðið að slíta samningsviðræðum við De Vrij. Þetta er erfið ákvörðun sem félagið tók eftir marga mánuði af samningsviðræðum," sagði Tare við Mediaset Premium.

Lazio hafnaði tilboðum í De Vrij síðasta sumar og aftur í janúar. Hæsta boð hljóðaði aðeins uppá 12 milljónir evra.

Miðvörðurinn hefur verið orðaður við Manchester City, Manchester United, Juventus og Liverpool auk Inter.

De Vrij er 26 ára gamall og á 31 landsleik að baki fyrir Holland. Hann hefur verið öflugur með Lazio á tímabilinu og vakið verðskuldaða athygli á sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner