banner
   þri 20. febrúar 2018 19:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enginn aðalliðsmarkvörður eftir hjá Palace?
Hennesey sagður illa meiddur
Hennesey er sagður illa meiddur.
Hennesey er sagður illa meiddur.
Mynd: Getty Images
Sögur eru á kreiki um að markvörðurinn Wayne Hennessey hafi meiðst á æfingu Crystal Palace í morgun og komi ekki til með að spila meira á þessu tímabili.

Það var TalkSport sem sagði frá þessu.

Sagt var frá því á TalkSport að Hennesey hefði slasast illa á æfingu í slæmu verði í morgun.

Talið er að hann hafi slitið hásin og verði ekki meira með á tímabilinu. Þetta hefur þó ekki enn fengið staðfest og er á þessari stundu, er þetta er skrifað, enn sögusagnir.

En ef þetta er rétt er Crystal Palace í slæmum málum þar sem Hennesey og Julian Speroni, báðir markverðirnir í aðalliðinu, væru meiddir og því þyrfti hinn tvítugi Dion Henry, sem var á bekknum gegn Everton í síðasta leik, að spila, nema félaginu takist þá að redda öðrum markverði fyrir næsta leik. Henry hefur ekki enn þreytt frumaun sína í ensku úrvalsdeildini og gæti þurft að gera það gegn Tottenham um næstu helgi.

Talað hefur verið um að Palace ætli að reyna að fá Diego Cavalieri, fyrrum markvörð Liverpool, en hann er án liðs í augnablikinu.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner