þri 20. febrúar 2018 22:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fabregas um að verjast á Nývangi: Það er sjálfsmorð
Mynd: Getty Images
„Þetta er grátlegt," sagði Cesc Fabregas, miðjumaður Chelsea, eftir 1-1 jafntefli gegn gömlu félögum sínum í Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. „Við fylgdum leikplaninu okkar mjög vel, vorum þéttir fyrir, spiluðum sem lið og sköpuðum fullt af færum."

„Willian hefði getað skorað þrennu en við forum fúlir heim. Þetta var frábær frammistaða en úrslitin eru ekki frábær."

Seinni leikurinn er eftir og fer hann fram á Nývangi í Katalóníu.

„Þetta er enn opið. Við höfum sýnt það að við getum keppt, við þurfum aðra stórkostlega frammistöðu til að fara áfram."

„Þú þarft að hafa mikinn persónuleika til að spila gegn liði sem er 70% með boltann. Við þurfum að fara þangað og sækja og skora vegna þess að 90 mínútur af varnarleik á Nývangi er heil eilífð, það er sjálfsmorð. Við verðum að spila okkar leik."
Athugasemdir
banner
banner